Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi sem haldið verður þann 26. janúar næstkomandi.
Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hef ég setið fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
í atvinnumálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og nú síðast í allsherja- og
menntamálanefnd. Jafnframt sit ég í þrem sérnefndum fyrir hönd þingflokksins:
gjaldeyrishaftanefnd, veiðigjaldanefnd og nefnd um hagræðingu og þróun
háskólastigsins.
Á kjörtímabilinu hef ég látið mig efnahags- og atvinnumál varða og hef átt ríkan þátt í að móta stefnu flokksins í þeim málum. Jafnframt hef ég lagt ríka áherslu á að bæta samgöngur í landinu og hef í því sambandi lagt mikla áherslu á að ráðist verði í gerð Vaðlaheiðar- og Norðfjarðarganga. Þá hef ég hvatt til þess að búsetuskilyrði verði jöfnuð í landinu og hef m.a. verið flutningsmaður að frumvörpum í þá veru.
Helstu baráttumál mín eru:
— Að lækka skattbyrði heimilanna
— Að nýta auðlindir landsins til uppbyggingar
— Að bæta rekstrarskilyrði lítilla og meðalstórra fyrirtækja
— Að efla samgöngur í landinu
— Að afnema gjaldeyrishöftin
— Að öllum standi til boða óverðtryggð húsnæðislán
— Að greiða niður skuldir ríkissjóðs
— Að setja menntun, rannsóknir og þróunarstarf í forgang
— Að nýta tækifæri tengd norðurslóðum
— Að virða eignarrétt og frelsi einstaklingsins til orðs og athafna í hvívetna
Á þessari síðu má finna greinargott yfirlit yfir skrif mín um hin ýmsu málefni.
Á kjörtímabilinu hef ég látið mig efnahags- og atvinnumál varða og hef átt ríkan þátt í að móta stefnu flokksins í þeim málum. Jafnframt hef ég lagt ríka áherslu á að bæta samgöngur í landinu og hef í því sambandi lagt mikla áherslu á að ráðist verði í gerð Vaðlaheiðar- og Norðfjarðarganga. Þá hef ég hvatt til þess að búsetuskilyrði verði jöfnuð í landinu og hef m.a. verið flutningsmaður að frumvörpum í þá veru.
Helstu baráttumál mín eru:
— Að lækka skattbyrði heimilanna
— Að nýta auðlindir landsins til uppbyggingar
— Að bæta rekstrarskilyrði lítilla og meðalstórra fyrirtækja
— Að efla samgöngur í landinu
— Að afnema gjaldeyrishöftin
— Að öllum standi til boða óverðtryggð húsnæðislán
— Að greiða niður skuldir ríkissjóðs
— Að setja menntun, rannsóknir og þróunarstarf í forgang
— Að nýta tækifæri tengd norðurslóðum
— Að virða eignarrétt og frelsi einstaklingsins til orðs og athafna í hvívetna
Á þessari síðu má finna greinargott yfirlit yfir skrif mín um hin ýmsu málefni.